Í mörg ár hafði fjölskyldan verkað hákarl með góðum árangri og einnig smávegis vinnsla á öðrum sjávarafurðum. Hugmyndin var að halda í gamlar hefðir í íslenskri menningu og hafa þann möguleika á matarborðinu.
Í fyrstu var þetta eingöngu fyrir fjölskylduna en fljótlega spurðist þetta út til vina og kunningja. Eftir það var ekki aftur snúið, eftirspurnin jókst með hverju árinu og í kjölfarið var Sjávarbiti stofnað.
Markmið Sjávarbita er að framleiða sjávarafurð sem viðskiptavinur kann að meta, út frá verði og gæðum.